mynd11.jpg
Um JP Lögmenn


JP Lögmenn veita alla almenna lögfræðiþjónustu og þjóna bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum, einstaklingum, ráðuneytum, stofnunum og sveitarfélögum. Á þeim langa tíma sem JP Lögmenn hafa starfað hefur víðtæk sérþekking orðið til á hinum ýmsu réttarsviðum og lögmenn stofunnar öðlast mikla reynslu í málflutningi, bæði fyrir Hæstarétti og héraðsdómi. Þeir sem leita til JP Lögmanna geta treyst því að fá faglega og vandaða þjónustu frá hæfum lögmönnum sem vanda ávallt til verka.

JP Lögmenn eiga rætur að rekja allt aftur til ársins 1969 þegar Jóhann H. Níelsson hrl. stofnaði eigin málflutningsstofu. Jóhann skapaði sér á starfsferli sínum gott orðspor. Hann var virtur og hæfur lögmaður og er fyrirmynd þeim sem á eftir komu.